Skólanefnd ML
Nýskipuð skólanefnd Menntaskólans að Laugarvatni sat 109. fund nefndarinnar mánudaginn 3. nóvember. Samtök Sunnlenskra sveitarfélaga tilnefnir tvo fulltrúa í nefndina, þau Eydísi Indriðadóttur og Friðrik Sigurbjörnsson en þau hafa bæði átt sæti í skólanefndinni áður....
Tjaldferð
17. september síðastliðinn fóru nemendur í útivist, framhaldsáfanga í gönguferð með allt á bakinu. Það er að mörgu að huga fyrir svona ferðir, það þarf að finna til fatnað til að vera viðbúinn öllum mögulegum veðrum, svefnpoka og einangrunardýnu til að líða þokkalega...
Jarðfræðiferð 3N
Hin árlega jarðfræðiferð var farin mánudaginn 6. október og að vanda sá Pálmi húsbóndi um að keyra rútuna og Jóna Björk um leiðsögn. Veðrið var mjög íslenskt þennan dag, í raun ekkert veður bara ýmiskonar sýnishorn, sól, haglél, rigning, slydda og þoka en við hittum...
Ferð fyrsta bekkjar til Þingvalla
Mánudaginn 29. september fóru kennarar í umhverfis- og vistfræði með fyrsta árs nema til Þingvalla. Markmið ferðarinnar var að kynna okkar þjóðgarðinn, sjá urriðann í Öxará og skoða þá þjónustu sem þar er boðið upp á og þær áskoranir sem þarf að takast á við. Veðrið...
Heimsókn frá Seðlabanka Íslands
Mánudaginn 22. september fengu nemendur í 1F í fjármálalæsi heimsókn frá Seðlabanka Íslands. Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabanka Íslands kom og hitti hópinn í fyrirlestrarsal skólans og fór meðal annars yfir sögu Seðlabankans, tilgang hans og tengingu við...
Nýtt skólaár hafið í Menntaskólanum að Laugarvatni
Eftir langt og gott sumarfrí hefur nýtt skólaár í Menntaskólanum að Laugarvatni hafist með tilheyrandi fjöri. Að þessu sinni voru það 53 nemar sem tóku sín fyrstu skref sem ML-ingar og voru þeir boðnir hjartanlega velkomnir af félögum nemendafélagsins Mímis þann 18....
Upphaf skólaárs 2025 – 2026
Undirbúningur skólaársins 2025-2026 er nú í fullum gangi og starfsfólk skólans komið til starfa. Tekið verður á móti nýnemum í 1F og 1N mánudaginn 18. ágúst. Lyklaafhending verður frá kl. 11:00. Nýnemum og forráðamönnum þeirra verður boðið upp á léttan...
Opnunartími skrifstofu
Skrifstofa skólans er lokuð frá og með 19. júní til og með 12. ágúst. Við opnum hana að nýju þriðjudaginn 12. ágúst kl. 9:00. Stjórnendur og gjaldkeri/fjármálastjóri munu svara fyrirspurnum á ml@ml.is eftir föngum í sumar. Netfang gjaldkera og...
