Stjörnuskoðun við Hótel Rangá

Nemendur í valáfanganum stjörnufræði, heimsóttu miðvikudagskvöldið 29. janúar, best búnu stjörnuskoðunaraðstöðu landsins, við Hótel Rangá. Þar er sérútbúið smáhýsi með afrennanlegu þaki ásamt tveimur öflugum stjörnusjónaukum, bæði linsu- og spegilsjónauka. Á móti...

Stjórnarskipti í Mími framundan

Á mánudaginn kemur verður kosið til nýrrar stjórnar Mímis, nemendafélags ML og kosningabarátta nemenda stendur nú sem hæst. Frambjóðendur veiða atkvæði með ýmsum ráðum  í von um að fá atkvæði samnemenda sinna að launum. Veggspjöld hafa verið sett upp, auglýsingaborð...

Slökkviliðsæfing í ML

Menntaskólinn að Laugarvatni hefur ávallt staðið opinn fyrir björgunarsveitir og slökkvilið ef óskað hefur verið eftir aðstöðu til æfinga. Björgunarskólinn hefur haldið hér námskeið og einnig hafa komið sveitir úr Reykjavík og verið hér yfir helgi með námskeið og...

Af Gettu betur

Lið skólans keppti við lið Menntaskólans í Reykjavík (MR) síðastliðinn mánudag og lauk þeirri viðureign með því að MR sigraði með 29 stigum gegn 7. Við erum harla ánægð með frammistöðu okkar liðs gegn reynsluboltunum í MR. Lið skólans skipa Kristján Bjarni R....

Gleðileg jól!

Námsmati haustannar er nú lokið og nemendur farnir heim í jólaleyfi. Annríki hefur verið mikið þessa síðustu daga, en nú hefur ró færst yfir húsakynnin. Skrifstofa skólans lokar fimmtudaginn 19. desember, – og opnar á nýju ári, mánudaginn 6. janúar 2020.   Starfsfólk...

Námsmatstími og vetrarveður

Námsmatstíminn hófst í upphafi þessarar viku og stendur fram í þá næstu.  Nóg er að gera hjá nemendum og starfsfólki, nú sem endranær.  Endurtektir námsþátta, lokaskil sumra verkefna og sjúkrapróf verða miðvikudaginn 18. des. í næstu viku.  Í framhaldinu hefst jólafrí...

Jólatónleikar kórs ML

Fimmtudag og föstudag í síðustu viku hélt kórinn sína árlegu jólatónleika í Skálholtskirkju. Spenningurinn var mikill, bæði hjá áhorfendum og kórmeðlimum. En myndast hafði röð fyrir utan kirkjuna töluvert áður en húsið var opnað enda var uppselt á báða tónleikana áður...

Málþing kynjafræðinema

Nemendur á fyrsta ári fóru á Málþing fyrir kynjafræðinema í framhaldsskólum fimmtudaginn 7. nóvember frá 14:00 til 15:30. Málþingið var haldið í Skriðu, fyrirlestrasal Kennaraháskólans í Stakkahlíð. Námsbraut í kynjafræði við Háskóla Íslands og kynjafræðikennarar í...