Nemendur þriðja árs í verklegum greinum

Í þessari viku var nemendum þriðja árs boðið að koma í skólann og sinna námi í verklegum greinum. Framhaldsskólar gátu sótt um styrk í tilefni af Íþróttaviku Evrópu til að bjóða upp á heilsueflandi hreyfingu innan skólans. Við fengum Margréti Erlu Maack til að koma og...

Lok haustannar

Ákvörðun var tekin á kennarafundi í þessari viku að ljúka haustönninni í fjarnámi. Einhverjir nemendur verða boðaðir í hús á námsmatstímanum. Allt kapp verður lagt á að skipuleggja vorönnina vel og vonir standa til þess að hægt verði að bjóða upp á aukið staðnám....

Blítt og létt

Fimmtudaginn 5. nóvember mun Blítt og létt, hin árlega söngkeppni nemendafélagsins Mímis fara fram. Þetta árið fer keppnin fram með öðru sniði en vani er sökum aðstæðna í samfélaginu en  hún mun fara fram í gegnum streymisrásina Twitch. Sigurvegari keppninar fær að...

Fréttabréf frá skólameistara

Nú vonum við að versti kúfurinn í þessari bylgju sé tekinn að hjaðna. Við höldum ótrauð áfram hér við að vinna hvert skipulagið á fætur öðru og gefumst ekki upp við að hugsa upp nýjar lausnir sem henta langþreyttum kennurum og nemendum. Það er nefnilega núna sem fer...

Fyrirmyndarstofnun ársins 2020

ML varð í 3. sæti í kjöri stofnunar ársins í flokki meðalstórra stofnana árið 2020 og hlaut því viðurkenninguna Fyrirmyndarstofnun ársins 2020. Við skörtum merki þessu til sönnunar á heimasíðu skólans og tókum við innrömmuðu viðurkenningarskjali í dag. Starfsfólkið...

Annarleyfi og vikan 19.-22. október

Næsta vika í Menntaskólanum verður fjarvinnuvika. Vonir standa til þess að nú fari brátt að rætast úr smitmálum og að við getum farið að bjóða nemendum í hús. Þar að auki verður hleðsludagur á mánudaginn þar sem verkefni kennara og nemenda verður að hlaða batteríin og...

Útivistarval í göngu

Útivistarval 1. árs fór í dagsgöngu að Laugarvatnshellum. Við gengum frá skólanum meðfram fjöllunum að Laugarvatnshellum þar sem Erla beið eftir okkur með dýrindis nesti. Eftir að hafa matast og hvílt okkur aðeins lögðum við af stað til baka og gengum gamla...

Kanóferð á Laugarvatni

Ein af föstu ferðum útivistar valáfanga á 1. ári er kanóferð á vatninu. Við notuðum tækifærið í síðustu lotu sem þau komu í skólann og skelltum okkur á vatnið. Veðrið var alls konar eins og lífið sjálft 🙂 Allt gekk vel og stóðu nemendur sig með prýði. Myndirnar tala...

Ævintýraferðamennska – nýr áfangi

Í haust var ákveðið að bjóða uppá nýjan áfanga í ævintýraferðamennsku. Um er að ræða tveggja eininga áfanga sem nær yfir báðar annir skólaársins. Nú geta því nemendur ML valið að taka fimm útivistaráfanga, alls 10 einingar. Nýi áfanginn er að mestu leiti verklegur og...