Jólakaffihúsakvöld 3. bekkjar

Nemendur 3. bekkjar héldu jólakaffihúsakvöld í byrjun aðventu. Hérna eru nokkrar myndir frá kvöldinu, sem Álfheiður Björk Bridde, vef- og markaðsfulltrúi nemendafélagsins Mímis, tók. VS

Jólatónleikar kórsins

Í síðustu viku hélt kórinn sína árlegu jólatónleika í Skálholtskirkju. Uppselt var á báða tónleikana, fimmtudag og föstudag, enda orðin ákveðin jólahefð hjá mörgum. Sígild jólalög voru áberandi og má þar nefna: Það á að gefa börnum brauð og Ó helga nótt. Bergrún Anna...

Menningarvitar í lystitúr

Nemendur í Yndislestri og skapandi skrifum, ásamt Pálma og  Elínu Unu íslenskukennara,  héldu sl. mánudag í  sannkallaðan ,,lystitúr“. Það er við hæfi að kalla ferðina þessu nafni því Halldór Laxness notaði það í fleiri en einni bók um ferðir sem farnar voru til...

ML fær fjórða Grænfánann

Menntaskólinn að Laugarvatni vinnur gott starf í umhverfismálum í samstarfi við Landvernd. Við höfum flotta umhverfisnefnd, sem í sitja áhugasamir nemendur og vinna að því að gera skólann umhverfisvænni. Annað hvert ár þurfa skólar að sækja um nýjan Grænfána og nú í...

Hinsegin vika í ML

Síðasta vika hér í ML var tileinkuð hinsegin málefnum. Nemendur í kynjafræði sáu um að halda utan um það. Skólinn var skreyttur með blöðrum, fánum og plakötum þar sem hinn ýmsan fróðleik mátti finna. En nemendur fengu einmitt fræðslu frá samtökunum 78 áður en hinsegin...

Enn af ferð nemenda til Perpignan

Eins og margir vita fór hluti af 3N til Perpignan í Frakklandi 12.-19. október sl, á vegum Erasmus +. Nú erum við komin heim og tími til kominn að klára ferðasöguna, en ég var búin að gera fyrstu fimm dögunum skil. Eftir standa þrír dagar sem mig langar að segja ykkur...

Blítt og létt

Seinnipart kynningardagsins var söngkeppni nemendafélagsins Mímis, Blítt og létt, haldin í Íþróttahúsi Bláskógabyggðar á Laugarvatni. Keppnin var hin glæsilegasta og umgjörð öll sem nemendur ML sköpuðu sérlega fagmannleg.  Nemendur ML og grunnskólanna, fjölmargir...

Kynningardagur ML

Á fimmtudaginn var, þann 1. nóvember var árlegur kynningardagur Menntaskólans að Laugarvatni. Rétt um 200 gestir heimsóttu skólann þennan dag, nemendur 9. og 10. bekkja margra grunnskóla á Suðurlandi ásamt kennurum.  Hefð er fyrir því að ML bjóði sunnlenskum nemendum...

STAK – Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema fór fram þriðjudaginn 9. október síðastliðinn. Alls tóku 129 nemendur þátt á neðra stigi og 212 á efra stigi úr 20 framhaldsskólum á landinu. Tveir nemendur við Menntaskólann að Laugarvatni voru á meðal nemenda í efstu sætum á neðra...

Hreyfing og heilsa í ML

Í áfanganum Hreyfing og heilsa hefur í haust verið farið út í nærumhverfi skólans og það nýtt á ýmsan hátt. Farið var í gönguferðir, strandblak, garðleiki eins og kubb, frisbí, keilu og boccia, ratleiki ofl. og í síðasta tímanum sem nýttur var úti var farið í...