Nýuppgert kennslueldhús

Í haust var nýuppgert kennslueldhús tekið í notkun í húsnæði HÍ á Laugarvatni. Eldhúsið er samnýtt af Menntaskólanum og Grunnskóla Bláskógabyggðar á Laugarvatni sem kostuðu framkvæmdina.  Guðmundur Finnbogason aðstoðarskólastjóri hafði yfirumsjón með að hanna skipulag...

Kvikmyndatónlist og leikgleði

Nú á haustönn hafa nemendur á 3. ári tekið þátt í valáfanga þar sem aðaláhersla er lögð á leiklist og kvikmyndatónlist. Leiklistarhluta áfangans lauk nýverið með uppfærslum nemenda á frægum einræðum úr leiklistarheiminum. Á svið fetuðu nemendur í fótspor ekki ómerkari...
Frakklandsfarar – frétt frá Perpignan

Frakklandsfarar – frétt frá Perpignan

Hópurinn, sem samanstendur af 17 nemendum úr 3N ásamt Grímu og Heiðu, fór af stað föstudaginn 12. október í ferð á vegum Erasmus +. Við flugum til Barcelona og gistum þar eina nótt. Daginn eftir skoðuðum við borgina og fórum með rútu til Perpignan: lítillar borgar í...

Kórinn í æfingabúðum

Föstudaginn 6. október fór kórinn saman í æfingabúðir upp í Hlíðardalsskóla í Ölfusi þar sem gist var eina nótt. Stífar æfingar voru þar frá því kórinn mætti þangað um fjögurleytið á föstudeginum og þar til hann fór um tvöleytið á Laugardeginum. Við gleymdum þó ekki...

Njála lifnar við

Nemendur í 2. bekk fóru í Njáluferð á dögunum. Með í för voru Elín Una íslenskukennari og Óskar H. Ólafsson, fyrrverandi sögukennari skólans. Óskar sem kominn er hátt á níræðisaldur fór létt með leiðsögnina enda hefur hann farið í ótal Njáluferðir með nemendum...

Forvarnarferð með fyrsta bekk

Flest allir framhaldsskólar landsins, reyndar er réttara að segja allir, leggja töluverða áherslu á forvarnir í sínu starfi. Hvert árið sem líður án þess að nemendur byrji að neyta áfengis, reykja eða að ekki sé nú talað um önnur efni er þeim í hag. ML hefur um margra...

ML-ingar á málþingi kynjafræðinema í framhaldsskólum

Nemendur á fyrsta ári í ML fóru á málþing kynjafræðinema í framhaldsskólum síðastliðinn fimmtudag þann 4. október en kynjafræði er skylda á fyrsta ári hér í ML. Málþingið var á vegum kynjafræði við Háskóla Íslands og kynjafræðikennara í framhaldsskólum og var haldið í...

Jarðfræðiferð þriðja bekkjar

Nemendur þriðja bekkjar fóru í jarðfræðiferð 27.september 2018. Líkt og undanfarin ár var Gullni hringurinn ekinn og sömuleiðis var keyrt niður Hrunamannahrepp þar sem skoðuð var bygging lághitavirkjunar. Í Bláskógabyggð er sömuleiðis í byggingu ný vatnsaflsvirkjun og...

Ganga á Laugarvatnsfjall

Nemendur á 1. ári í útivistarvali gengu uppá Laugarvatnsfjall í vikunni. Við fengum, sól, rok, logn, haglél, rigningu og allt sem er þarna á milli en vorum samt bara á ferðinni í u.þ.b. 2 tíma 😊 Hallbera Gunnarsdóttir útivistarkennari