Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í ML

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í ML eins og annars staðar. Nemendur í 3F settu upp ljóða- og upplifunarsýningu í Stofu íslenskra fræða. Sýningin verður opin fram eftir mánuðinum. Þar má m.a. líta frumsamin ljóð nemenda og spreyta sig á íslenskri tungu...

Kynningardagur og Blítt og létt

Þann 28. október var kynningadagur í ML þar sem nemendur í 10. bekk fengu að koma í skólann og var hann kynntur fyrir þeim. Sama dag var haldin hin árlega söngvakeppni Blítt og Létt í íþróttahúsinu á Laugarvatni þar sem nemendur skólans sungu og léku á hljóðfæri....

Bebras áskorunin 2021

Á þriðjudaginn var, þann 9. nóvemeber tóku 45 nemendur ML þátt í Bebras áskoruninni.  Áskorunin kannar rökhugsun og tölvufærni með því að láta þátttakendur leysa krefjandi og skemmtileg verkefni.  Verkefnið er keyrt samhliða í flestum löndum í byrjun nóvember ár...

Heimsókn frá Byggðasafni Árnesinga

Safnverðir frá Byggðasafni Árnesinga heimsóttu 3F í íslensku á föstudaginn í síðustu viku. Erindið var að kynna ,,gömlu íslensku jólatrén” og lána nemendum þrjú tré þeim til innblásturs og hvatningar. Nemendur færa síðan trén, á næstu vikum, í hvern þann búning sem...

Jarðfræði- og útivistarferð

Nemendur í jarðfræði á 3ja ári og útivistarval 1. bekkjar fóru saman í dagsferð um Reykjanesið síðastliðinn mánudag. Upphaflega planið var að ganga að gosinu, en þar sem gosið hefur legið í dvala í nokkurn tíma núna og vegna þess hve kalt það var, höguðum við seglum...

Hjólavænn vinnustaður

Menntaskólinn að Laugarvatni hefur nú hlotið nafnbótina Hjólavænn vinnustaður.  Starfsmenn sem hafa kost á því eru hvattir til að koma hjólandi í vinnunna og eins er til staðar í skólanum reiðhjól sem starfsfólki stendur til boða að nýta til stuttra ferða innanbæjar á...

Jafnlaunavottun 

Menntaskólinn að Laugarvatni starfrækir jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur sem settar eru fram í staðlinum ÍST 85:2012 og nær til allra starfsmanna Menntaskólans að Laugarvatni.   Samkvæmt jafnréttislögum skulu fyrirtæki eða stofnanir þar sem 25 eða fleiri starfa að...

Góðan daginn faggi

Á dögunum fóru kynjafræðinemendur á 1. ári á sýninguna: Góðan daginn faggi með honum Bjarna Snæbirnssyni. Leikritið var virkilega áhrifaríkt og skemmtilegt. Bjarni er einlægur í sinni frásögn og nemendur voru ánægð með ferðina. Hér er hægt að lesa meira um þessa...

Fimmtán menn féllu við Rangá

Nemendur í 2. bekk fóru í árlega Njáluferð á dögunum léttir í lundu í blíðskaparveðri. Leiðsögumaður ferðarinnar var, ásamt íslenskukennara, Óskar H. Ólafsson fyrrverandi sögukennari í ML. Óskar varð níræður í haust en stóð hnarreistur fremst í rútunni og sagði sögur...

Fræðslufyrirlestur um lesblindu

21. október síðastliðinn fengu kennarar Menntaskólans að Laugarvatni fræðsluerindi um lesblindu og ábendingar um hvernig er hægt að leiðbeina og koma til móts við nemendur með lestrarerfiðleika. Kennurum grunnskóla Bláskógabyggðar á Laugarvatni var einnig boðið að...