Kvikmyndir og sníkjudýr

Það var bæði popp og kók í bíóferð nemenda í valáfanganum Kvikmyndir og saga síðasta þriðjudag. Tuttugu nemendur ásamt kennara lögðu þá land undir fót og heimsóttu Kvikmyndasafn Íslands í Hafnarfirði, sem geymir mikið safn innlendra og erlendra kvikmynda og auk þess...

Menningarferð til Reykjavíkur

Nemendur 2. bekkjar í Menntaskólanum að Laugarvatni brugðu undir sig betri fæti mánudaginn 2. mars og lögðu leið sína til höfuðborgarinnar til að kynna sér háskólanám í HÍ og HR. Þá heimsóttu nemendur einnig Listasafn Reykjavíkur og skoðuðu mjög áhugaverða...

Fyrirlestur um jákvæða líkamsímynd í boði FOMEL

Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur, móðir og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd kom til okkar í boði FOMEL (foreldrafélags Menntaskólans að Laugarvatni) og hélt fyrirlestur um jákvæða líkamsímynd. Það var farið yfir sjálfsmyndina, óraunhæfar staðalímyndir og...

Ísklifur – enn meiri útivist

Menntaskólinn að Laugarvatni leggur mikla áherslu á útivist og gefst nemendum kostur á að velja fjóra útivistaráfanga. Umhverfið með vatnið og fjallið býður upp á mikla möguleika þegar kemur að útivist og er nærumhverfið mikið nýtt en einnig er farið í lengri ferðir....

Kórferð

Síðastliðinn föstudag ferðaðist kórinn saman um Suðurland og söng á nokkrum vel völdum stöðum. Við létum ekki veðrið stoppa okkur og lögðum tímanlega af stað. Kórinn byrjaði á því að syngja fyrir Grunnskólann í Hveragerði, svo fengum við okkur að borða saman í Hvíta...

Öskudagur í ML

Á öskudag er gjarnan brugðið á leik í ML og nemendur og starfsfólk skrýðast hinum ýmsu gerfum. Á meðfylgjandi myndum má sjá örlítið sýnidæmi.

Aldrei of mikið af útivist

Það viðraði vel til útivistar í gær þegar duglegu útivistarnemendurnir  hennar Hallberu brugðu sér á gönguskíði. Margir voru að stíga í fyrsta sinn á slíkan búnað – og margir líka sem voru ekki einu sinni búnir að taka af sér skíðin þegar þeir spurðu hvenær þeir...

Útivist í Eldaskálanum

Í útivistaráföngum er eitt og annað brallað. T.d. að nýta fína Eldaskálann í skóginum til útieldamennsku eins og nemendur Hallberu Gunnarsdóttur útivistarkennara gerðu einn góðan eftirmiðdag í liðinni viku.

ML-ist!

Á dögunum fóru nemendur í myndlist í heimsókn í Gullkistu – miðstöð sköpunar- á Laugarvatni. Þar tóku á móti okkur skemmtilegir listamenn: Alicia Rios og Juan Borgognoni, frá Spáni og Argentínu. Við heimsóttum þau tvisvar og í fyrra skiptið fengum við að kynnast lífi...
Nýkjörin stjórn Mímis

Nýkjörin stjórn Mímis

Í gær var kjörfundur í ML þar sem nemendur kusu sér nýja nemendafélagsstjórn. Þegar talið hafði verið upp úr kjörkössum urðu úrslit ljós og nýja stjórn Mímis skipa: Stallari – Kristján Bjarni R. Indriðason Varastallari – Sindri Bernholt Gjaldkeri –...