Lykilupplýsingar fyrir forráðamenn

Er barnið þitt í ML

Hér má finna upplýsingar um helstu þætti fyrir forráðamenn nemenda í ML

Nemendur þurfa að kaupa námsbækur sínar á skiptibókamörkuðum sem þjónusta framhaldsskólanema eða hjá öðrum bóksölum.

Veikindatilkynningar og leyfisbeiðnir fara í gegnum INNU, mætingakerfi framhaldsskólanna. Forráðamenn skrá sig inn á INNU með rafrænum skilríkjum.

Nemendur sem eru orðnir 18 ára þurfa að skila inn vottorðum vegna veikinda. Aðgangur foreldra/forráðamanna á INNU lokast sjálfkrafa þegar nemandi verður 18 ára. Nemandi getur hins vegar veit foreldrum/forráðamönnum aðgang að INNU. Það leyfi er veitt í gegnum INNU-svæði nemandans.

Þegar sótt er um lengri leyfi þarf að hafa þetta í huga:

„Leyfi sem við veitum nemendum eða foreldrum fyrir þeirra hönd taka einvörðungu til skólasóknar, þ.e. fjarvistastig eru felld niður, en ekki til þess sem fram fer innan veggja skólastofunnar og tengist náminu.  Við vekjum athygli á því að námsmat byggir í flestum greinum æ meir á vinnu nemenda yfir önnina og samvinnu þeirra. Því er það á ábyrgð nemenda að vera í góðu sambandi við kennara um þann tíma sem þeir eru fjarverandi.  Þá vekjum við athygli á því að raunmæting má ekki vera minni en 76%. Raunmæting er skólasókn áður en dregið er frá vegna leyfa eða veikinda.“

Nemandinn þarf að vera í góðu sambandi við sína kennara vegna þess tíma sem hann verður fjarverandi. Þegar ferðir sem þessar eru skipulagðar er best fyrir nemendur að ræða fyrir fram við kennarana (með góðum fyrirvara) til þess að engir árekstrar verði.  

Skólasóknarreglur ML

Nemendur dreifast þannig á vistir að allir nýnemar eru á Kös, nemendur á öðru ári búa flestir á Nös en einnig á Kös. Nemendur á þriðja ári eru ýmist á Fjarvist eða Nös.  

Merkimiði: Heimavistir

Nemendur sem búa á heimavistum, eiga í flestum tilvikum kost á að fá húsnæðisbætur sem eru ákveðið hlutfall af leiguupphæð.  Nemendur sem eru yngri en 18 ára sækja um hjá sveitarfélagi sínu en 18 ára og eldri sækja um rafrænt á www.hms.is.  Ritari sendir staðfestingu á hms.is hvaða nemendur eru skráðir í skólann.  

Í upphafi skólaárs þurfa þeir nemendur, yngri en 18 ára, sem vilja sækja um þessar bætur, að undirrita herbergisleigusamning en hann þarf að nálgast á skrifstofu skólans 

Nauðsynlegt er að láta vistarvörð vita í símanúmer 6625622 þegar nemandi yfirgefur Laugarvatn. Öryggis vegna er mikilvægt að vistarverðir viti af ferðum nemenda út af svæðinu. Nemendur undir 18 ára aldri þurfa leyfi foreldra/forráðamanna til að yfirgefa Laugarvatn.

Nemendur sem eru á vistunum yfir helgi þurfa að skrá sig á helgarlista mötuneytis ML. Nemendur þurfa að framvísa helgarkorti við hverja máltíð. Kortin fást hjá skólafulltrúa/ritara og eru þau þá gjaldsett á viðskiptareikning viðkomandi nemanda í mötuneytinu.

Á heimavistunum er lítið sameiginlegt eldhús þar sem eru til staðar stór kælir, þar er líka brauðgrill, hitaketill og örbylgjuofn.

Eftirfarandi má ekki taka með á heimavistina:

  • Örbylgjuofn
  • Eldavélarhellur
  • Grillofna
  • Samlokugrill
  • Hitakatla
  • Ísskáp

Hverjum nemanda er skaffað rúm, borð og stóll en þurfa að taka með sér sæng, kodda, lín, handklæði og allt annað sem viðkomandi þarf til að koma sér vel fyrir og til daglegs brúks. Að öðru leiti er vísað í 10. grein heimavistarreglna: Reglur heimavistar og skóla

Nauðsynlegt er að nemendur séu með sínar eigin fartölvur til náms.  Nemendur fá Office 365 pakka í fartölvur sínar endurgjaldslaust á meðan að á skólagöngu stendur.

Þráðlaust netsamband er í skólahúsi og á heimavistum og geta nemendur tengst því.

Nemendur hafa aðgang að tölvu og prentara á bókasafni skólans.

Í upphafi skólaárs fá nemendur 300 blaða prentkvóta fyrir veturinn.

Eitt þeirra gjalda sem greiða þarf er tölvuþjónustugjald.  Prentkvótinn er inni í því gjaldi auk netsambands á heimavistum.  Aðgangur netsambandi í skólahúsinu er innifalinn í innritunargjaldi nemenda.

Við upphaf skólagöngu er nauðsynlegt að nemandi sé með rafræn skilríki, en þess er krafist til innskráningar í umsjónarkerfi Innu og til undirritunar skjala vegna skráningar inn í skólann.

Eins fær nemandinn aðgang að Menntaskýinu við innskráningu í skólann. Menntaskýið er sameiginlegt skýjasvæði framhaldsskólanna og Háskóla Íslands og þar hafa nemendur sitt tölvupóstfang á meðan námið við ML stendur.

Nemendur utan póstnúmersins 840 Laugarvatn geta, langflestir, sótt um styrkt til Menntasjóðs námsmanna til jöfnunar á námskostnaði. Þessi styrkur er umtalsverður á hvorri önn.

Í kringum 10. janúar er hann greiddur inn á bankareikning nemandans vegna haustannar, og um 10. júní vegna vorannar.  

Nemendur sækja um námstyrk á netinu á haustönn fyrir báðar annir Menntasjóður námsmanna (menntasjodur.is)

Hér er hægt að sjá áætlaðan kostnað nemenda vegna dvalar í Menntaskólanum að Laugarvatni.

Greiðslufyrirkomulag

Greiðsluseðill fyrir innritunargjaldi vegna haustannar og tölvuþjónustugjaldi fyrir haustönn verður sendur í ágúst og verður á eindaga í ágúst.

Greiðendur sjá yfirlit yfir greiðslustöðu sína við Menntaskólann að Laugarvatni á www.island.is

Það er mikilvægt að greiðendur séu í góðu sambandi við gjaldkera mötuneytisins um mál sem tengjast viðskiptareikningi.

Gjaldkeri og fjármálastjóri er Ragnheiður Bjarnadóttir ( fjarmal@ml.is ) –  sími:  4808809 á skrifstofutíma

Nemendur á heimavistum eru í fastafæði í mötuneytinu virka daga. Um helgar nota þeir helgarkort (sjá kostnaður við ML) sem versla þarf hjá skólafulltrúa/ritara og eru þau þá gjaldsett á viðskiptareikning viðkomandi nemanda í mötuneytinu.

Þær máltíðir sem eru innifaldar í fastagjaldi mötuneytis eru: morgunverður, hádegisverður, síðdegishressing og kvöldverður mánudaga til fimmtudaga að viðbættum morgunverði og hádegisverði á föstudögum.

Þriðjudagur í nýnemaviku er skipulagður þannig að fyrir hádegi munum við kynna nýnemum ýmislegt það sem er mikilvægt að þeir viti og kunni um námið, reglur og starf skólans. Eftir hádegið er síðan skipulögð dagskrá þar sem ykkur nýnemum gefst færi á að kynnast innbyrðis. 

Nýnemar verða einu nemendurnir á svæðinu þar til síðdegis á þriðjudeginum, þegar þeir eldri fara að tínast á staðinn. 

Merkimiði: Nýnemar

Fyrstu dagarnir í skólanum er viðburðaríkir. Það er mörgu að kynnast og margt að upplifa, en eins og ávallt er námið í fyrsta sæti.

Mánudagur

Nýnemum er ætlað að mæta í skólann mánudag í nýnemaviku klukkan 13:00 og þá fá þeir, sem verða á heimavist, lykla að herbergjum sínum.

Í kjölfarið mæta foreldrar/forráðamenn og nýnemar á upplýsingafund með stjórnendum, námsráðgjafa og húsbónda á heimavist kl. 14:00.

Stjórn nemendafélagsins Mímis sýnir skólahúsnæðið og nágrenni skólans, ásamt því að kynna starfsemi nemendafélagsins og félagslíf innan skólans.

Þriðjudagur

Þriðjudagur í nýnemaviku er skipulagður þannig að fyrir hádegi munum við kynna nýnemum ýmislegt það sem er mikilvægt að þeir viti og kunni um námið, reglur og starf skólans. Eftir hádegið er síðan skipulögð dagskrá þar sem nýnemum gefst færi á að kynnast innbyrðis.

Nýnemar verða einu nemendurnir á svæðinu þar til síðdegis á þriðjudeginum, þegar þeir eldri fara að tínast á staðinn.

Miðvikudagur

Að morgni miðvikudagsins í nýnemaviku verður formleg skólasetning og kennsla hefst strax að henni lokinni.

Merkimiði: Nýnemar

Þeir nemendur sem eru með ofnæmi eða fæðuóþol verða að láta yfirmann mötuneytis vita. Sveinn Ragnar Jónsson matreiðslumeistari er bryti Mötuneytis ML og hægt er að ná samtali við hann á nýnemadegi eða senda honum tölvupóst með upplýsingum um ofnæmi eða óþol á svennikokkur@ml.is

Nemendur eru hvattir til að borða næringarríka og holla fæðu. Holl og góð orka er nauðsyn þeim sem stunda krefjandi nám. Morgunverður er mikilvæg máltíð og því hvetjum við nemendur til að nýta sér morgunverðarhlaðborðið sem er í boði alla virka daga. Góð næring, hreyfing og góður svefn eru lykill að velgengni í námi.

Í byrjun ágúst munu umsjónarmenn heimavistar raða nemendum á herbergi, en fyrir þann tíma er mikilvægt að nýnemar sem hafa sérstakar óskir um herbergisfélaga, eða aðrar óskir varðandi herbergi, komi þeim á framfæri á netfangið heimavist@ml.is eða í síðasta lagi 10. ágúst.

Við skipulag á heimavistum er reynt að verða við óskum allra um herbergisfélaga, en aldrei tekst að uppfylla þær allar.

Mikilvægt er að nemendur og forráðamenn kynni sér Skólasóknarreglur ML og Reglur heimavistar og skóla en þær eru aðgengilegar á heimasíðu skólans.

Skóladagatalið er birt á heimasíðu skólans og er sá rammi sem skólastarfið fellur innan. Skóladagatalið er bindandi fyrir starfstíma nemenda. Skólinn veitir ekki tilhliðrun á skilgreindum námsmatstíma, t.d. vegna utanlandsferðar með fjölskyldu.

Á skóladagatali er hægt að nálgast helstu dagsetningar skólaársins og er gott fyrir nemendur að skoða það reglulega til að glöggva sig á skólastarfinu.   

Að morgni miðvikudagsins í nýnemaviku verður formleg skólasetning og kennsla hefst strax að henni lokinni.  

Merkimiði: Nýnemar

Skólinn er ekki með sérstakar tryggingar vegna skaða sem nemendur geta orðið fyrir.  Vísað er til heimilistrygginga fjölskyldna og tryggingafélaga þeirra.

Allir nemendur á heimavist hafa aðgang að þvottahúsþjónustu og greiða fyrir það grunngjald óháð því hvort þeir nýta sér þjónustuna eður ei. Öll notkun á þvottahúsþjónustunni er hinsvegar innifalin í heimavistargjaldi.

Leiðbeiningar í þvottahúsi

Þvottahúsið er staðsett í kjallar aðalbyggingar skólans.

Nemendur koma með óhreinan merktan þvott, með þvottanúmeri sem þeim er úthlutað, og flokka sjálfir í þar til gerða bala. Að jafnaði geta nemendur sótt hreinan þvottinn, samanbrotinn einum eða tveimur dögum síðar, í merktar þvottgrindur sínar. 
Þvottahúsið ber ekki ábyrgð á týndum eða skemmdum þvotti nema sannanlega sé það vegna handvammar starfsmanna eða bilaðra tækja. Nemendum ber að fylgjast með því að þvottanúmerin séu ávallt auðlesanleg á þvottinum.

  • Opnunartími þvottahús
  • Þvottanúmeri fær nemandi úthlutað við innritun í skólann í júní. Númerið er að finna í bréfi frá skólameistara en einnig er hægt að nálgast upplýsingar um þvottanúmer hjá skólaritara.

Menntaskólinn að Laugarvatni

Hafðu samband við ML

Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólatúni 1
840 Laugarvatn

Upplýsingar

Netfang: ml@ml.is
Sími: (354) 480 8800
Kennitala: 460269-2299

Hvar er
Menntaskólinn að Laugarvatni?