Hátíðarkveðjur
Námsmati haustannar er nú lokið og nemendur farnir heim í jólaleyfi. Skrifstofa Menntaskólans opnar að nýju eftir jólaleyfi þann 3. janúar en kennsla hefst samkvæmt stundatöflu vorannar þann sama dag. Menntaskólinn að Laugarvatni sendir nemendum, starfsfólki og...
Jólatónleikar kórs ML – hátíðleg stund í Skálholtskirkju
Í síðustu viku hélt kórinn sína árlegu jólatónleika í Skálholtskirkju. Haldnir voru tvennir tónleikar og var húsfyllir á báðum þeirra. Það er jafnan hátíðleg stund þegar kórinn syngur inn jólin fyrir tónleikagesti sína. Á dagskránni voru gullfalleg og jólaleg lög sem...
ML er UNESCO skóli
Menntaskólinn að Laugarvatni hefur formlega hlotið nafnbótina UNESCO skóli. Tímamótunum var fagnað í gær með því að vekja athygli á alþjóðlegum degi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi sem haldinn er árlega þann 25. nóvember. Af því tilefni blaktir...
Kór ML og MH sameinast á tónleikum
Á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember sl., ákváðu kórstjórar kóranna tveggja að sameina krafta sína. Þarna komu saman tveir ólíkir en frábærir kórar með ungmennum sem höfðu mikið gott af því að kynnast og læra hvert af öðru. Gaman er að segja frá því að kórstjóri...
Skáld á Degi íslenskrar tungu
Skáldin í þriðja bekk létu ljós sitt skína þessa vikuna og sömdu ljóð og nýyrði. Var það gert til að heiðra Jónas Hallgrímsson og Dag íslenskrar tungu sem haldin hefur verið upp á síðan 1996. Í dag var sett upp sýning í Stofu íslenskra fræða í bókasafni Menntaskólans...
Slúður er klúður! Samkoma í matsal skólans
Nemendur og starfsmenn skólans komu saman í matsal þriðjudaginn 7. nóvember í tilefni af baráttudegi gegn einelti. Tilgangur málstofunnar var að styðja við að hér ríki góður skólaandi sem byggist á trausti og góðum samskiptum. Sleppum baktali og slúðri sem getur verið...
Nemendur á Þjóðarspegli
Föstudaginn 3. nóv fóru nemendur í 2F saman í Háskóla Íslands á Þjóðarspegilinn sem er opin ráðstefna í félagsvísindum. Nemendur fengu að velja sér tvær málstofur og hlusta þar á fjölbreytta fyrirlestra um hin ýmsu mál eins og fötlunarfræði, ferðaþjónustu, þjóðtrú,...
ML dagurinn – kynningardagur og Blítt og létt
Kynningardagur Menntaskólans að Laugarvatni var haldinn fimmtudaginn 26. október síðastliðinn. Á kynningardeginum er gunnskólanemendum boðið að heimsækja Menntaskólann og kynna sér starfsemi hans. Í þetta skiptið komu um 200 nemendur frá 11 grunnskólum á Suðurlandi...
