Gleðileg jól!

Námsmati haustannar er nú lokið og nemendur farnir heim í jólaleyfi. Annríki hefur verið mikið þessa síðustu daga, en nú hefur ró færst yfir húsakynnin. Skrifstofa skólans lokar fimmtudaginn 16. desember, – og opnar á nýju ári, þriðjudaginn 4. janúar 2022.  ...

Hinseginvika ML 

Hinseginfélagið Yggdrasill var stofnað í ML nú í haust. Stofnmeðlimir völdu sér öfluga stjórn sem stóð fyrir hinseginviku 8.-12. nóvember. Blásið var til föndurkvölds þar sem skólinn var fagurlega skreyttur og Rocketman með Elton John var sýnd á bíókvöldi. Starfsfólk...

Fjárölflun kórs ML

Mánudaginn 22. nóvember fór af stað Facebook fjáröflun fyrir kór Menntaskólans að Laugarvatni. Nemendur deildu auglýsingamynd á Facebook og tóku niður pantanir. Pöntunartímabilinu lauk síðan þann 29. nóvember og bíða nú nemendur eftir að fá vörurnar sínar. Þær verða...

Unglist – Leiktu betur

Það er óhætt að segja að á meðal nemenda í Menntaskólanum að Laugarvatni leynast efnilegir leikarar og leikkonur. Nemendur eru komnir á fullt með að æfa skólaleikritið en finna þó tíma til þess að taka þátt í Unglist og keppa m.a. í spunakeppninni Leiktu Betur Það...

EKKO fræðsla fyrir allt starfsfólk 

Þriggja tíma námskeið var haldið fyrir allt starfsfólk Menntaskólans að Laugarvatni fimmtudaginn 11. nóvember um EKKO mál – einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi. Hrefna Hugosdóttir sá um fræðsluna en hún er ráðgjafi hjá Auðnast og vinnur...

Jólatónleikar kórs ML

Þetta árið verða árlegir jólatónleikar ML kórsins í boði í beinu streymi. Miðaverð er 3.000 og fer miðasala fram hér: ML-Kór — vVenue Hvenær: Fimmtudaginn 25. nóvember kl. 20:00 Við hvetjum ykkur til að missa ekki af þessu einstaka tækifæri. Aðdáendur kórsins geta...

Guðrún Eva Mínervudóttir kennir ritlist í ML

Nemendur í 3F í íslensku sátu ritlistarnámskeið í liðinni viku hjá Guðrúnu Evu Mínervudóttur rithöfundi. Guðrún Eva þykir einn okkar besti og afkastamesti rithöfundur. Hún hefur m.a. kennt ritlist í Listaháskóla Íslands. Guðrún Eva hitti nemendur í 3F tvo daga í röð...

Leikritið Menntavegurinn eftir Gísellu

Leikrit ML-inga í Borgarleikhúsinu Leikritið Menntavegurinn eftir Gísellu Hannesdóttur nemanda í 3F í ML verður sýnt á Unglistahátíðinni í Borgarleikhúsinu helgina 20. – 21. nóv.   Gísella er sjálf leikstjóri sýningarinnar og leikararnir eru einnig nemendur...

Heimsókn í Hús skáldsins

Nemendur 3F í íslensku hjá Elínu Unu brugðu sér af bæ á köldum mánudagsmorgni og heimsóttu Hús skáldsins að Gljúfrasteini. Andi hússins, sagan, rúmið hans Halldórs, öskubakkinn á stólbríkinni, ritvélin, hatturinn hennar Auðar, listaverkin, litla uppþvottavélin… Allt...

Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í ML

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í ML eins og annars staðar. Nemendur í 3F settu upp ljóða- og upplifunarsýningu í Stofu íslenskra fræða. Sýningin verður opin fram eftir mánuðinum. Þar má m.a. líta frumsamin ljóð nemenda og spreyta sig á íslenskri tungu...