Samstarfs- og samskiptaverkefni
Menntaskólinn að Laugarvatni á í margs konar samstarfi sem styður við skólastarfið og nám nemenda. Um er að ræða erlend samstarfsverkefni, skólaheimsóknir (nemenda og kennara), námsferðir, vettvangsferðir í fyrirtæki og stofnanir o.fl.
Samkvæmt Aðalnámskrá framhaldsskóla eiga framhaldsskólar að vera í tengslum við atvinnulífið og önnur skólastig. Í stefnu skólans kemur fram að unnið er að tengslum við atvinnulífið með vettvangsferðum og samstarfsverkefnum. Tengsl við önnur skólastig eru einnig ræktuð. Má þar nefna árlegan kynningardag á haustin þar sem grunnskólanemum á Suðurlandi er boðið í ML í skoðunarferð og kynningu á skólanum. Á öðru ári fá nemendur kynningu á háskólanámi og starfsmöguleikum í lífsleikniáfanga.
Vor 2024
Námsferðir
- Markaðsstofnun landshlutanna – Mannamót – Upplifðu suðurlandi, valáfangi fyrir nemendur á 3. ári. 18. JANÚAR FARIÐ
- Þjóðminjasafnið, Kvikmyndasafn Íslands, Landnámssýningin, Bíó Paradís – Upplifðu suðurland og Kvikmyndir og saga, valáfangar fyrir nemendur á 3. ári.
- Alþingi, Bessastaðir, HÍ, HR, Flugstjórnarmiðstöðin, Össur – Stjórnmálafræði og Lífsleikni, 2. bekkur.
- Kjarvalsstaðir, Hafnarhús, The Reykjavík Grapevine, Þjóðleikhúsið – Myndlist, Upplifðu Suðurland, Fatasaumur, valáfangar fyrir nemendur á 3. ári.
- París – Valáfangi í frönsku fyrir nemendur á 3. ári.
Gestir í lífsleikniáfanga og umsjónartíma o.fl.
- Amnesty International og ELSA félag laganema – mannréttindafræðsla.
- Samgöngustofa – Vegfarendur framtíðarinnar – Bjarklind Björk Gunnarsdótti – (2. bekkur, lífsleikni)
- Lögreglan á Suðurlandi, Elís Kjartansson lögreglufulltrúi – afbrotafræði, valáfangi fyrir nemendur á 3. ári.
Eitt og annað
- Dr. Ívar Rafn Jónsson – gestur á starfendarannsóknarfundi, samtal um í leiðsagnarnám (19.03.24)
- Opið hús í ML 13. mars
- Opið hús í ML 10. maí – sýning á lokaverkefnum útskriftarnema.
- Skálholt – vortónleikar kórsins.
- Öruggara suðurland – svæðisbundið samráð (18.04.24)
- Sigurhæðir – heimsókn jafnréttisfulltrúa og náms- og starfsráðgjafa (07.03.24)
- Starfsþróunardagur framhaldsskólanna (01.03.24)
Haust 2023
Námsferðir
- Háskóli Íslands – Þjóðarspegillinn – Félagsfræði – kenningar og rannsóknir, skyldufag á 2. ári á félags- og hugvísindabraut.
- Njáluslóðir – Íslenskuáfangi, allur annar bekkur.
- Sólheimar, Geysir, Efsti-Dalur II – sælkeraferð í Heilbrigðis- og næringarfræði, matreiðsla, valáfangi fyrir nemendur 3. ári.
- Bláfjöll – skálaferð í útivist hjá nemendum á 1. ári.
Gestir í lífsleikniáfanga og umsjónartíma o.fl.
- Samtökin 78 – Hinsegin og íþróttir (31. október) – allur skólinn á sal [frétt kemur í janúar]
- Lára G. Sigurðardóttir læknir og doktor í lýðheilsuvísindum – í boði FOMEL – allur skólinn á sal
- Ofbeldisforvarnarskólinn, Benedikta Sörensen (1. bekkur, lífsleikni)
- Ástráður-félag læknanema – (1. bekkur, lífsleikni)
- Indigo ferðaskrifstofa – (3. bekkur, lífsleikni)
- AFS – (3. bekkur, lífsleikni)
- Nord-Jyllands idræthöjskole – Lýðháskóli í Danmörku – (3. bekkur, lífsleikni)
- VR – lífsleikni – (3. bekkur, lífsleikni)
- Microsoft – fræðsla um gervigreind (kennarar á verkefnadegi)
Heimsóknir frá innlendum og erlendum skólum
- Hópur skólastjórnenda frá Hollandi (07.11.2023)
- Gestir frá Salzburg (tveir kennarar á Erasmus styrk, 25.09.2023)
- Teymi frá Flensborg hemsótti ML til að ræða EKKO mál (18.09.2023)
- Starfsmannafélag Tækniskólans (16.08.2023)
Eitt og annað
- Bullseye – pílukast, ferð á vegum nemendafélagsins Mímis
- Sameinuðu þjóðirnar – UNESCO skóli
- Skálholt – jólatónleikar kórsins
- Menntaskólinn við Hamrahlíð – sameiginlegir kórtónleikar í MH
- Grunnskólar á Suðurlandi – kynningardagur
- Aratunga – æfingabúðir kórsins
- Dale Carnegie, GG Sjósport og Egilshöll – forvarnarferð
- UMFL – körfuboltasamstarf
2022-2023
- Kvikmyndasöguferð – Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís
- Lögreglufulltrúi og fangavörður – Afbrotafræði
- Skíðaferð í Skagafjörð
- Góðan daginn faggi – Þjóðleikhúsið
- Lystitúr í íslensku – Vindill Laxness og galdrastafur Dumbeldore
- Umhverfisfræðinemar í námsferð
- Nemendur valáfanga ferðast um Uppsveitir
- Málþing kynjafræðinema
- Þjóðarspegill í HÍ
- Á Njáluslóðir
- Þrjú listasöfn – Menningarferð myndlistanema og Upplifðu Suðurland
- Þjóðverjar í heimsókn
- Geðlestin í heimsókn
- SHoW – Erasmus+ gestir
- Jarðfræðiferð
- Forvarnarferð nýnema – Dale Carnegie
2021-2022
- Þýskuheimsókn
- Rafting í Hvítá – Drumboddsstaðir, 01.05.2022, útivistaráfangi.
- Tékkland, Erasmus + verkefnið Shapes of Water, fjórir nemendur, 1.-7. maí 2022.
- Bláskógaskóli, Laugarvatni, Sáning á Langamel / Útplöntun á Langamel
- Friðheimar, Seyran, Gunnbjarnarholt 28.04.2022, umhverfisfræði á fyrsta ári.
- Dvalarheimilið á Dalbraut, Escape room, Egilshöll 22.04.2021, vorferð kórsins 3. bekkur
- Kvikmyndasafnið, Bíó Paradís o.fl. Lifandi myndir í fortíð og nútíð: Kvikmyndaferð
- Finnland, Erasmus + verkefnið Shapes of Water, fimm nemendur, 21.-26. mars 2022.
- Bláfjöll og Egilshöll 21.03.2022, skóla- og skautaferð í útivistaráfanga.
- Alþingi, Bessastaðir, Íslensk erfðagreining, HÍ og HR, 2. bekkur gerir víðreist.
- Fontanna 18.03.2022, umhverfisnefnd í heimsókn staðbundin fyrirtæki.
- Dale Carnegie o.fl. RVK 03.03.2022, forvarnarferð með 2. bekk.
- Ásmundarsafn, Kjarvalsstaðir, Listasafn Íslands, Myndlistarnemar í menningarferð
- Björgunarsveitin Ingunn, Skíðaferð á Laugarvatnsvelli
- Guðrún Eva Mínervudóttir kennir ritlist í ML
- Ljósafossstöð 17.11.2021, ferð með umhverfisnefnd.
- Paintball 16.11.2021, nemendafélagið Mímir
- Portúgal, Erasmus + verkefnið Shapes of Water, þrír nemendur, 15.-19. nóv. 2021
- Gljúfrasteinn, Heimsókn í Hús skáldsins
- Heimsókn frá Byggðasafni Árnesinga
- Duus safnahús o.fl.,Jarðfræði- og útivistarferð
- Þjóðleikhúsið, Góðan daginn faggi
- Njáluferð, Fimmtán menn féllu við Rangá
2020-2021
- Shapes of Water, Erasmus verkefni frá 1. des. 2020 til 30. nóv. 2022
- Upplifðu Suðurland – heimsókn í Fontana og Efsta-Dal haust 2020
- Eðlisfræði – Heimsókn í Eyvindartungu (virkjun, fjárhús, viðburðarrými) vor 2021
- Útivist – Zipline og ganga á Sólheimajökli vor 2021.
- ML-ingar á listasöfnum – ML 4. mars 2021
2019-2020
- Samráðsfundir með grunnskólakennurum. Faglegt samráð og samskipti hafa verið hin síðustu ár milli kennara grunnskóla á Suðurlandi og framhaldsskólanna ML og FSu, aðallega í kjarnagreinunum íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði. Er það til að minnka skil skólastiga, auka þekkingu þeirra í milli á kennslu, innihaldi náms og námsmati.
- Fundur stærðfræðikennara var haldinn á Hellu 30. sept. 2019.
- Fundur enskukennara var haldinn í Vík í Mýrdal 11. sept. 2019.
- Fundur íslenskukennara var haldinn á Hvolsvelli 15. október 2019
- Heimsókn danskra nemenda 24. september 2019
- Franskir framhaldsskólanemar og Erasmus+ 30. september-1. október 2019
- Samfélagsstyrkur Landsbankans 2019 til umhverfisnefndar ML og Bláskógaskóla á Laugarvatni 17. desember 2019
- Námsferðir
- Jarðupplifun 14. október 2019
- Þjóðarspegillinn 1. nóvember 2019
- Njáluferð 4. nóvember 2019
- Vettvangsferð HNMF nóvember 2019
- Málþing kynjafræðinema 7. nóvember 2019
- Upplifunarferð um Vesturland – nóvember 2019
- Stjörnuskoðun við Hótel Rangá – 29. janúar 2020
- Myndlist í heimsókn í Gullkistu – 5. febrúar 2020
- HÍ, HR og Listasafn Reykjavíkur – 2. mars 2020
- Kvikmyndir og sníkjudýr – Kvikmyndasafn og Bíó Paradís – 3. mars 2020
2018 – 2019
- Erasmus plús samstarfsverkefni við Pablo Picasso menntaskólann í Perpignan í Frakklandi á sviði jarðfræði. Franskir nemendur ásamt kennurum heimsóttu okkur vorið 2018 og nemendur ML fóru til Perpignan í október 2018. Von er á litlum hópi frakka haustið 2019. Verkefnið stendur yfir árin 2018-2020.
- Kór ML og kórstjóri hlutu Menntaverðlaun Suðurlands. Vor 2019. https://ml.is/kor-ml-og-korstjori-hlutu-menntaverdlaun-sudurlands/
- Forritarar framtíðarinnar. Styrkur til innleiðingar forritunarkennslu. Vor 2019. https://ml.is/forritarar-framtidarinnar/
2017 – 2018
- Gulleplið – fyrir framúrskarandi heilsueflingarstarf framhaldsskóla. Vor 2018.
- Sprotasjóður. Innleiðing leiðsagnarmats í stærðfræði við Menntaskólanna að Laugarvatni. Verkefnið kynnt á ráðstefnu á vegum Skólaþróunar, samtaka áhugafólks um skólaþróun, sem bar nafnið Framhaldsskóli í þróun: Ráðstefna um rannsóknir og nýbreytni í framhaldsskólum. Einnig voru kennarar með málstofu hvar verkefnið var kynnt innan ráðstefnu Nordic & Baltic GeoGebra Network í Reykjavík haustið 2017. https://ml.is/styrkur-ur-sprotasjodhi/
2016 – 2017
- Samfélagssjóður Landsvirkjunar. Styrkur til eflingar á verklegri kennslu í eðlisfræði varðandi hagnýtingu vatnsorku. Haust 2016. https://ml.is/styrkur-samfelagssjodhs-landsvirkjunar/
2012 – 2013
- NordPlus Junior samstarfsverkefni í líffræði og ensku við Vestjysk Gymnasium á Jótlandi í Danmörku. Danskir nemendur heimsóttu Menntaskólann að Laugarvatni haustið 2012 og íslenskir nemendur heimsóttu Jótland að vori 2013. (Umsjónarmenn verkefnis voru Jóna Katrín Hilmarsdóttir og Jóna Björk Jónsdóttir).
2010 – 2011
- Heimsóknir kennaranemar frá Linnaeus háskólanum í Växjö, Svíþjóð. Heimsóknin er liður í þjálfun sænskra kennaranema. Þeir tala við nemendur í dönsku í ML um t.d. sameiginlega menningu Norðurlanda og framsaga þeirra er metin af kennurum þeirra. Verkefnið hefur verið í gangi fram til þessa.
2007 – 2008
- From Geysers to Marsmars. Comenius nemendaskiptaverkefni við IES Diego Angulo, skóla í Valverde del Camino í Huelva héraði á Spáni.
Menntaskólinn að Laugarvatni
Hafðu samband við ML
Menntaskólinn að Laugarvatni
Skólatúni 1
840 Laugarvatn
Upplýsingar
Netfang: ml@ml.is
Sími: (354) 480 8800
Kennitala: 460269-2299
Hvar er
Menntaskólinn að Laugarvatni?